Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Í áttina að mörgæsunum

Ég er búinn að vera skrifa bók sem ég er að fara láta frá mér.

"Í áttina að mörgæsunum" heitir hún. Bókin verður rafbók og er mín fyrsta bók. En eins og staðan er hjá mér þá er bókin hjá prófarkalesara og vona ég svo að ég fái hana von bráðar frá honum.

En svo er ég með aðra bók í smíðum eins og er sem ég hef einnig hugsað mér að koma frá mér sem fyrst.

Í áttina að mörgæsunum, fjallar um íslenskan (rithöfund) mann sem býr í Svíþjóð og er að takast á við sorgina, fortíðardrauga og hugarangur.

þessi saga fjallar kannski pínulítið um það hvernig við vinnum úr fortíðardraugunum og sorginni. þetta fjallar kannski líka um það um það hvað við getum gert til að takast á við vandamálin okkar, eða hvernig við vinnum úr þeim, v.e.s.

Seinni bókin (sem nú er í smíðum) fjallar um annað efni, þó hún sé að sumu leiti svipuð. ég á eftir að finna nafn á hana og er að vinna úr því einmitt núna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband