Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Skömmin yfir Evrópu
29.3.2013 | 14:31
Það fyrsta sem þér lesandi dettur í hug er EU? En svo er nú ekki, ekki enn alla veganna.
þannig er að fyrir nokkrum mánuðum var ég staddur í bókabúð í Svíþjóð, nánr tiltekið í Lundi. Ég hafði í hyggju að taka með mér nokkrar bækur heim til að kynna mér nýa stefnur og strauma í sænskri þjóðfélagsádeilu, frá þeim tíma ég hafði kvatt landið 1995, og komið heim úr námi.
þá fann ég þar bók sem vakti athygli mína. "Europas skam" Hvernig má maður þíða titil þessara bóka? Skömm Evrópu? eða óþveri Evrópu? Jú, kannski líkar mér betur við það nafn, sérstaklega þegar ég hef lesið megnið af bókinni. En bókin vakti mikinn ugga í mér, því hún fjallar um eina verstu óþokka sem fyrir finnast í Evrópu í dag. (eða í öllum heiminum) Það eru -öfga hægri samtök.
Lengi og vel hafði ég haldið að glæpasamtök, mafían eða öfga trúarhópar væru það versta sem hefur komið fyrir Evrópu. Lengi vel lá ég í þeirri trú að Slík samtök sem nýnasistar og nýfasistar, þjóðernissinnaðir sósíalistar og öfga hægri flokkar væru úr sögunni. en svo er nú ekki, Evrópa er enn full af slíkum óþokka samtökum sem virðast svífa einskis til að ná fram sinni stefnu og sínum markmiðum, það þykir kannski slá skökku við, því í flestum viðtölum eru þeir (líkt og KKK í USA) að berjast gegn glæpum sem eru í samfélagi Evrópu.
það þykir mér óvenjulegt þar sem þeir hafa framkvæmt fjöldann allan af hryðjuverkum, eins og Alkaita og Hamas samtökin og eru þeir engu betri en þeir trúarhóparnir, nánast verri. Sjá má t.d. hvað Anders B Breivik gerði. En hans er einmitt minnst í þessari bók.
Ef ég sný mér nú að bókinni sem ég er hér að fjalla um þá er hún skrifuð af Lisu Bjurwald, hún er blaðakona og rithöfundur og hefur verið að einbeita sér talsvört af slíkum hópum, ein hefur hún skrifað fleiri bækur sem fjalla um svipuð málefni og þessi bók.
Í gamni mínu hef ég tekið það Bessaleyfi og þítt nokkra kafla upp úr þessari bók, en hef ekki birt þær þýðingar opinberlega sökum þess að ég hef ekki birtingaleyfi höfundar eða útgáfunnar.
En ég var yfir mig hrifin af þeim aðferðum sem Lisa notar til að ná fram sannleikanum. Hún hefur t.d. hefur farið og heimsókn fórnarlömb og einnig hefur hún tekið mörg viðtöl við meðlimi úr þeim félagssamtökum nýnasista. hún er (eins og gefur að skilja) ekki hlutlaus þegar kemur að þessu efni heldur hefur hún beit sér fyrir því að berjast gegn þessari vá sem tröllríður heimsálfunni.
Það veit hvert mannsbarn hvernig komið er fyrir Grikkjum, hvernig þeir hafa þurft að búa við nánast hörmungar og verið nánast orðið að vanþróuðu ríki. þá var það eitt sem gerðist þar, þeir fóru að kenna innfiltendum um það sem hafði komið fyrir, ýmsir hópar fasista urðu stofnaður t.d. var stofnaður flokkur þjóðernissinnaíðasósíalista, (natonalsocialists)sem náði þó nokkrum árangri í kosningunum og komu sínu fólki inn. ÞVÍ MIÐUR GRIKKLAND! vil ég sega. þeir réðust á innfletendur sem höfðu stofnað fyrirtæki, opnað markaði. En þrátt fyrir það var engin skilningur fyrir því að einmitt var sá hópur að efla kjör landsins með vinnu sinni, en ekki öfugt.
En ég hef i hyggju að skrifa meira um þetta efni og koma því hér á framfari til að við sofum ekki á verðinum og látum slíka hópa vaða uppi með svívirðu, það er ekki fólkið sem gengur inn heldur er það forustan sem eitrar út frá sér.
Verum vakandi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)