Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Íslensk fyndni?

Nú þegar ég reyni að mynda mér skoðun á hækkun  virðisaukaskatts á hótelgistingum hér á landi, þá get ég ekki varist hlátri en svo eiginlega skammast ég mín fyrir hvað umræðan hefur farið illa af stað, hvað umgjörð og stefna andstæðinga hækunarinnar finnst mér vera afar kánaleg. En það er ekki svo að ég séi hér á þeirra máli, jú svo sannarlega. Auðvitað eru tímarinir erfiðir, það er búið að rústa fyrir okkur efnahaganum, þessa lands það veit ég vel, og auðvitað eru sumir niðurskurðir og skattahækanir í takt við þá erfiðu tíma sem við búum við í dag hér á Íslandi, það á hver einasti velhugsandi maður að slíkt er bara nauðsinlegt.

Snúum okkur nú að  hinni íslenskri fyndni, það er þegar maður lessumar greina eða hlustar á sumt fólk tala í fjölmiðlum um þessa niðurskurði.  það virðist vera í tísku skítkasstið, þó einkennilega megi   virðast þá er það svo að við höfum átt ráðherra sem nýtir atkvæðisrétt sinn svo sannarlega og tjáningarfrelsið til ystuæsar, þessi fyrrum ráðherra heldur upp heimasíðu til að tjá skoðanir sínar á flestum hlutum þjóðfélagsins, (sem er hið besta mál) en sumt orðalag sem kemur frá honum er óþolandi. þó svo að mér finnist hækunninar vera hálfpartin óðsmannsæði, og koma frekar á versta tíma, þá verð ég að seiga það að við skuldum okkur sjálfum það að hafa góða umræðu í gangi, það er ekki hægt að draga slíkar hækkanir til baka eins fljótt og maður hefði viljað,  eftir að þær eru komnar á.

Og ef við snúum okkur að umræddum fyrrum ráðherra  þá er það stundum einn af hans mörgu skoðana bræðrum sem hefur reynt að plægja akurinn fyrir Valhallarbóndan, en sá skoðanabróðir ráðherrans rekur nefnilega ágætan fjölmiðil og heldur hann þar reglulega pistla. sjónvarpsstjórinn kennir sig stundum við Bill O Railly.

" Ég bið þig Ingvi Hrafn ef þú lest þessa grein, gerðu það ekki, þú ert betur gefin enn Bill". 

Nauðsinlegt er að koma allri umræðu á betri kjöl, kannski þurfa skólar að mennta börnin okkar í rökfæslu, við vitum það að rökfræði er meira enn þúsund ára hugtak og því er það nauðsinnlegt að við skoðum hana betur enn við höfum gert hingað til, við Íslendingar eigum að þekkja til elstu lýðræðisstofnun sem til er, því þó svo að lýðræðið var ekki þá,  eins og við eigum að þekkja það í dag, þá var það meira lýðræði hér en fyrir þektist á bygðubóli í öllum heiminum, og enn erum við íslendingar að stefna á að vera ein af mestu lýðræðis þjóðum í heimi (þá því er engin vafi) en við verðum að fara varlega með æýðræðið okkar, því að þó svo okkur finnist það vera sjálfsækt þá þikkir það ekki eins sjálfsækt í öllum löndum heimsins.  Látum því umræður um hækkun á ýmsum virðisaukaskatti ekki hlaupa með okkur á villi götur, notum lýðræðið rétt.


Nokkuð sem við skulum vera vakandi fyrir í framtíðinni

Mig langar nú aðeins til að ræða um tölvu mál í þessari grein.  það getur verið svo að  ekkert eins leiðinlegt og einmitt  tölvur og vírusar.  En það er hér sterk ástæða fyrir því að ég er að fara skrifa  um tölvur og vírusa,  ástæðan er sú að ég hafði einmitt keypt mér sterka vírusvörn fyrir nokkrum vikum, kona mín fékk sér sömu vörn í sína tölvu. við keyptum  þessa vörn í gegnum netið saman í sitthvora tölvuna, kannski er það ekki frásögu færandi nema ég hef aldrei á ævinni haft eins sterka vírusvörn í mínum tölvum, vírusarnir hrannast upp, en ekkert mál er fyrir tölvuna mína að hrækja þeim út eins og hverju öðru sorpi.  Það sem gerir þetta mál sérstakt er að nú er kannski komnir svo sterkar varnir að tölvuþrjótar komast ekki inn í tölvurnar okkar.  Ástæðan er sú  fyrir Því að ég er að velta þessu fyrir mér er að ég heyrði sögu um daginn,  sem kom mér nokkuð á óvart, en svo hugsaði ég um sterku vírusvörnina sem ég og kona mín höfðum fjárfest í, þá velti ég því fyrir mér hvort þessi saga sem nú kemur, tengist nýum vírusvörnum, eða er þetta ranghugmynd í mér?  Á  þetta við rök að styðjast? 

það er ein kona sem ég veit nokkurn veiginn hver er,  hún vinnur hjá  fyritæki sem sérhæfir sig í að veita fólki nettengingu, bæði fyrir heimili og fyrirtæki.  þessi kona veit annsi  mikið um tölvur allmennt og  hefur hún lokið mörgum  námskeiðum og eitthvað hefur agademiska tölvuþekkingu og ekki má gleyma þeirri miklu reynslu í tölvumálum allmennt sem fólk hlýtur með því að vinna fyrir netfyrirtæki.

Dag einn  fær umrædd konan símhringingu frá frá manni sem segist vera að hringja frá höfuðstöðvum Microsoft, og þar er henni tjáð að hún hafi mjög skæðan vírus í tölvunni sinni og að hún verði að opna tölvuna sína og fara alveg eftir leiðbeiningum hans í gegnum heimasímann.

þetta þótti konunni bæði  einkennilegt og skrítið, að þeir hjá Microsoft áttu að hafa séð vírusinn hjá sér úr hennar persónulegu tölvu? sem reyndar var skráð á fyrirtækið sem hún vinnur hjá.  Skiptir engu, nema að konan komst svo að því að þetta var harkari sem með þessum hætti reyndir að komast inn í persónu tölvur fólks. Hann sagðist hafa verið að hringja frá UK. en í raun hringdi maðurinn frá Danmörk. þegar hún sagði honum að hún vissi hvað hann væri að gera og hver ástæða símtalsins var af hans hálfu í raun og veru,  skelti hann á.

þá velti ég því fyrir mér hvor vírusvarnirnar eru svo sterkar að hakkararnir eru farnir að hringja í okkar til þess eins að komast inn í tölvurnar okkar og þá inn í bankareikningana okkar og inn í  allar persónu upplýsingar sem við geymum í tölvunum okkar.

kannski er þetta eitthvað sem við þurfum að vera vel vakandi yfir í framtíðinni, góðlegar og kurteisis símhringingar eru kannski þær sem við eigum að varast mest.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband