Nokkuð sem við skulum vera vakandi fyrir í framtíðinni
14.10.2012 | 22:46
Mig langar nú aðeins til að ræða um tölvu mál í þessari grein. það getur verið svo að ekkert eins leiðinlegt og einmitt tölvur og vírusar. En það er hér sterk ástæða fyrir því að ég er að fara skrifa um tölvur og vírusa, ástæðan er sú að ég hafði einmitt keypt mér sterka vírusvörn fyrir nokkrum vikum, kona mín fékk sér sömu vörn í sína tölvu. við keyptum þessa vörn í gegnum netið saman í sitthvora tölvuna, kannski er það ekki frásögu færandi nema ég hef aldrei á ævinni haft eins sterka vírusvörn í mínum tölvum, vírusarnir hrannast upp, en ekkert mál er fyrir tölvuna mína að hrækja þeim út eins og hverju öðru sorpi. Það sem gerir þetta mál sérstakt er að nú er kannski komnir svo sterkar varnir að tölvuþrjótar komast ekki inn í tölvurnar okkar. Ástæðan er sú fyrir Því að ég er að velta þessu fyrir mér er að ég heyrði sögu um daginn, sem kom mér nokkuð á óvart, en svo hugsaði ég um sterku vírusvörnina sem ég og kona mín höfðum fjárfest í, þá velti ég því fyrir mér hvort þessi saga sem nú kemur, tengist nýum vírusvörnum, eða er þetta ranghugmynd í mér? Á þetta við rök að styðjast?
það er ein kona sem ég veit nokkurn veiginn hver er, hún vinnur hjá fyritæki sem sérhæfir sig í að veita fólki nettengingu, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. þessi kona veit annsi mikið um tölvur allmennt og hefur hún lokið mörgum námskeiðum og eitthvað hefur agademiska tölvuþekkingu og ekki má gleyma þeirri miklu reynslu í tölvumálum allmennt sem fólk hlýtur með því að vinna fyrir netfyrirtæki.
Dag einn fær umrædd konan símhringingu frá frá manni sem segist vera að hringja frá höfuðstöðvum Microsoft, og þar er henni tjáð að hún hafi mjög skæðan vírus í tölvunni sinni og að hún verði að opna tölvuna sína og fara alveg eftir leiðbeiningum hans í gegnum heimasímann.
þetta þótti konunni bæði einkennilegt og skrítið, að þeir hjá Microsoft áttu að hafa séð vírusinn hjá sér úr hennar persónulegu tölvu? sem reyndar var skráð á fyrirtækið sem hún vinnur hjá. Skiptir engu, nema að konan komst svo að því að þetta var harkari sem með þessum hætti reyndir að komast inn í persónu tölvur fólks. Hann sagðist hafa verið að hringja frá UK. en í raun hringdi maðurinn frá Danmörk. þegar hún sagði honum að hún vissi hvað hann væri að gera og hver ástæða símtalsins var af hans hálfu í raun og veru, skelti hann á.
þá velti ég því fyrir mér hvor vírusvarnirnar eru svo sterkar að hakkararnir eru farnir að hringja í okkar til þess eins að komast inn í tölvurnar okkar og þá inn í bankareikningana okkar og inn í allar persónu upplýsingar sem við geymum í tölvunum okkar.
kannski er þetta eitthvað sem við þurfum að vera vel vakandi yfir í framtíðinni, góðlegar og kurteisis símhringingar eru kannski þær sem við eigum að varast mest.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 16.10.2012 kl. 18:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.