Færsluflokkur: Bækur

Rafbækur, spjaldtölvur og framtíðin

Í þessari fyrstu grein minni hér á Blogg.is vil ég tala um rafbækur og spjaldtölvur.

Svo einkennilega vill til að ég er einmitt að fara gefa út mína fyrstu bók á næstu mánuðum.

Eitthvað hef ég látið yfiðfara hana, og í augnablikinu er hún hjá prófarkalesara, nú þegar þessi orð eru skrifuð. 

Nú, þá  kemur upp spurning, hvar á ég að látta gefa verkið mitt út? Ég hef setið yfir skriftum i nokkur ár, því fyrst var þetta bara áhugamál, svo fór ég að hafa meira gaman, og svo leit ég á handritið sem eitt af mínum sköpunarverkum. Ég fékk konu mína til að lesa yfir handritið, ég fékk vini mína og einnig hefur faðir minn eitt eintak undir höndum. (og tel ég sjálfur engan hafa eins mikið vit á bókmenntum og hann) flestir töldu þetta vera skemmtileg saga, en sumir eru harðir og telja þetta enganvegin vera útgáfuhæft. Vinur er sá sem til vamms segir, og hvað geri ég þá?

 Ég fékk meira seiga synjun frá einu af virtu bókaforlaginum. En tek það fram að ég skil vel að útgefendur verða að hafa allan huga við það hversu gott hvert og eitt handrit getur orðið sem þeir fá í hendurnar, það er áættusamt að vinna sem bókaútgefanndi, hvað þá í svo litlu samfélagi eins og Íslandi?  Mergur málsins var sá að ég þurfti að vanda betur til íslensku gerðarinnar og einstakar stafsetningarvillur fundust víðast hvar. Ég spurði þá hvort ég mætti senda honum handritið aftur um leið og prófarkalesari minn væri búinn að yfirfara stikkið, og það er meira en sjálfsagt.

Þá er röðinni komið að því að spyrja sjálfan sig hvað sé í boði.

Nú í vetur hafði ég gefið tengdarmóður minn þessa s.k. rafbók í gjöf ásamt konu minn. blessuð konan er mikill lestrarhestur, því er bóklestur hennar líf og yndi, nú getur hún eignast fjölda allan af bókatitlum á einni rafbók og lesið þegar hana langar, og burðast með bókasafnbið sitt í handtöskunni sinn.

Mér skilst að yfir 1000 bókatitlar komast yfir á eina rafbók, maður getur því rétt ímyndað sér hvað það sé stórt bókasafn.

 En hvað mig varðar, þá gefst mér tækifæri til að gefa bókina mína út í rafrænu formi á emma.is. þetta er fyrsta skáldsagan sem ég gef út, og það mætti skilja þetta sem svo að nú væri komið einhverskonar uppgjör í mig. En það er nú ekki svo, því ég ætla ekki að henda frá mér handridi í ruslið eða stinga því ofan í skúfu, svo munu afkomendur mínir finna það eitthverntíman eftir mína daga. Ég er viss um að þessi skáldsaga eigi erindi til allra sem hafa gaman af góðum skáldsögum, þó ég segi frá sjálfur.

Ég hef það frá örum en sjálfum mér.

En þegar ég tala hér er um rafbækurnar og spjaldtölvurnar, þá hugsa sumir sem svo að þessi sem hér skrifar vilji útiloka innbundnarbækur og helst að pappír muni heyra sögunnitil.

það er alls ekki svo, því meira en nokkru sinni fyrr þurfum við á pappírnum að halda, pappírinn hefur þjónað okkur (mannkyninu) göfurlega í mörgþúsundir ára og því á hann sem slíkur virðingu skilið. þar sem ég mun (eflaust) koma bókinni minni út í rafrænuformi, þá mun ég líka  láta prenta út nokkur eintök af bókinni minni, til að eiga og til að gefa vinum og vandamönnum.

Ég vil líka seiga að þetta yrði gott fyrir bókaútgefendur til að geta þá loksins gefið út ódýrir bækur og þá í leiðinni stækað bókamarkaðinn, ég vil að það komi fleiri bókaútgefendur eins og emma.is og bækur verða settar í rafrænt form og hver og einn bóka unnandi getur þá burðað með bókasafnið sitt hvert sem er.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband