Í áttina að mörgæsunum

Ég er búinn að vera skrifa bók sem ég er að fara láta frá mér.

"Í áttina að mörgæsunum" heitir hún. Bókin verður rafbók og er mín fyrsta bók. En eins og staðan er hjá mér þá er bókin hjá prófarkalesara og vona ég svo að ég fái hana von bráðar frá honum.

En svo er ég með aðra bók í smíðum eins og er sem ég hef einnig hugsað mér að koma frá mér sem fyrst.

Í áttina að mörgæsunum, fjallar um íslenskan (rithöfund) mann sem býr í Svíþjóð og er að takast á við sorgina, fortíðardrauga og hugarangur.

þessi saga fjallar kannski pínulítið um það hvernig við vinnum úr fortíðardraugunum og sorginni. þetta fjallar kannski líka um það um það hvað við getum gert til að takast á við vandamálin okkar, eða hvernig við vinnum úr þeim, v.e.s.

Seinni bókin (sem nú er í smíðum) fjallar um annað efni, þó hún sé að sumu leiti svipuð. ég á eftir að finna nafn á hana og er að vinna úr því einmitt núna.


Skömmin yfir Evrópu

Það fyrsta sem þér lesandi dettur í hug er  EU?  En svo er nú ekki,  ekki enn alla veganna.

þannig er að fyrir nokkrum mánuðum var ég staddur í bókabúð í Svíþjóð,  nánr tiltekið í Lundi.  Ég hafði í hyggju að taka með mér nokkrar bækur heim til að kynna mér nýa stefnur og strauma í sænskri þjóðfélagsádeilu,  frá þeim tíma ég hafði kvatt landið 1995,  og komið heim úr námi.

þá fann ég þar bók sem vakti athygli mína.  "Europas skam"  Hvernig má maður þíða titil þessara bóka?  Skömm Evrópu?  eða óþveri Evrópu?  Jú,  kannski líkar mér betur við það nafn,  sérstaklega þegar ég hef lesið megnið af bókinni.  En bókin vakti mikinn ugga í mér,  því hún fjallar um eina verstu óþokka sem fyrir finnast í Evrópu í dag.  (eða í öllum heiminum)  Það eru -öfga hægri samtök.

Lengi og vel hafði ég haldið að glæpasamtök,  mafían eða öfga trúarhópar væru það versta sem hefur komið fyrir Evrópu.  Lengi vel lá ég í þeirri trú að Slík samtök sem nýnasistar og nýfasistar, þjóðernissinnaðir sósíalistar og öfga hægri flokkar væru úr sögunni.  en svo er nú ekki,  Evrópa er enn full af slíkum óþokka samtökum sem virðast svífa einskis til að ná fram sinni stefnu og sínum markmiðum,  það þykir kannski slá skökku við,  því í flestum viðtölum eru þeir (líkt og KKK í USA) að berjast gegn glæpum sem eru í samfélagi Evrópu.  

það þykir mér óvenjulegt þar sem þeir hafa framkvæmt fjöldann allan af hryðjuverkum,  eins og Alkaita og Hamas samtökin og eru þeir engu betri en þeir  trúarhóparnir,  nánast verri.  Sjá má t.d. hvað Anders B Breivik gerði.  En hans er einmitt minnst í þessari bók.

Ef ég sný mér nú að bókinni sem ég er hér að fjalla um þá er hún skrifuð af Lisu Bjurwald,  hún er blaðakona og rithöfundur og hefur verið að einbeita sér talsvört af slíkum hópum,  ein hefur hún skrifað fleiri bækur sem fjalla um svipuð málefni og þessi bók.

Í gamni mínu hef ég tekið það Bessaleyfi og þítt nokkra kafla upp úr þessari bók,  en hef ekki birt þær þýðingar opinberlega sökum þess að ég hef ekki birtingaleyfi höfundar eða útgáfunnar.

En ég var yfir mig hrifin af  þeim aðferðum sem Lisa notar til að ná fram sannleikanum.  Hún hefur t.d. hefur  farið og heimsókn fórnarlömb og einnig hefur hún tekið mörg viðtöl við meðlimi úr þeim félagssamtökum nýnasista.  hún er (eins og gefur að skilja) ekki hlutlaus þegar kemur að þessu efni heldur hefur hún beit sér fyrir því að berjast gegn þessari vá sem tröllríður heimsálfunni.

Það veit hvert mannsbarn hvernig komið er fyrir Grikkjum,  hvernig þeir hafa þurft að búa við nánast hörmungar og verið nánast orðið að vanþróuðu ríki.  þá var það eitt sem gerðist þar,  þeir fóru að kenna innfiltendum um það sem hafði komið fyrir,  ýmsir hópar fasista urðu stofnaður t.d. var stofnaður flokkur þjóðernissinnaíðasósíalista,  (natonalsocialists)sem náði þó nokkrum árangri í kosningunum og komu sínu fólki inn.  ÞVÍ MIÐUR GRIKKLAND!  vil ég sega.   þeir réðust á innfletendur sem höfðu stofnað fyrirtæki,  opnað markaði.  En þrátt fyrir það var engin skilningur fyrir því að einmitt var sá hópur að efla kjör landsins með vinnu sinni,  en ekki öfugt.

En ég hef i hyggju að  skrifa meira um þetta efni og koma því hér á framfari til að við sofum ekki á verðinum og látum slíka hópa vaða uppi með svívirðu,  það er ekki fólkið sem gengur inn heldur er það forustan sem eitrar út frá sér.   

Verum vakandi

 


Íslensk fyndni?

Nú þegar ég reyni að mynda mér skoðun á hækkun  virðisaukaskatts á hótelgistingum hér á landi, þá get ég ekki varist hlátri en svo eiginlega skammast ég mín fyrir hvað umræðan hefur farið illa af stað, hvað umgjörð og stefna andstæðinga hækunarinnar finnst mér vera afar kánaleg. En það er ekki svo að ég séi hér á þeirra máli, jú svo sannarlega. Auðvitað eru tímarinir erfiðir, það er búið að rústa fyrir okkur efnahaganum, þessa lands það veit ég vel, og auðvitað eru sumir niðurskurðir og skattahækanir í takt við þá erfiðu tíma sem við búum við í dag hér á Íslandi, það á hver einasti velhugsandi maður að slíkt er bara nauðsinlegt.

Snúum okkur nú að  hinni íslenskri fyndni, það er þegar maður lessumar greina eða hlustar á sumt fólk tala í fjölmiðlum um þessa niðurskurði.  það virðist vera í tísku skítkasstið, þó einkennilega megi   virðast þá er það svo að við höfum átt ráðherra sem nýtir atkvæðisrétt sinn svo sannarlega og tjáningarfrelsið til ystuæsar, þessi fyrrum ráðherra heldur upp heimasíðu til að tjá skoðanir sínar á flestum hlutum þjóðfélagsins, (sem er hið besta mál) en sumt orðalag sem kemur frá honum er óþolandi. þó svo að mér finnist hækunninar vera hálfpartin óðsmannsæði, og koma frekar á versta tíma, þá verð ég að seiga það að við skuldum okkur sjálfum það að hafa góða umræðu í gangi, það er ekki hægt að draga slíkar hækkanir til baka eins fljótt og maður hefði viljað,  eftir að þær eru komnar á.

Og ef við snúum okkur að umræddum fyrrum ráðherra  þá er það stundum einn af hans mörgu skoðana bræðrum sem hefur reynt að plægja akurinn fyrir Valhallarbóndan, en sá skoðanabróðir ráðherrans rekur nefnilega ágætan fjölmiðil og heldur hann þar reglulega pistla. sjónvarpsstjórinn kennir sig stundum við Bill O Railly.

" Ég bið þig Ingvi Hrafn ef þú lest þessa grein, gerðu það ekki, þú ert betur gefin enn Bill". 

Nauðsinlegt er að koma allri umræðu á betri kjöl, kannski þurfa skólar að mennta börnin okkar í rökfæslu, við vitum það að rökfræði er meira enn þúsund ára hugtak og því er það nauðsinnlegt að við skoðum hana betur enn við höfum gert hingað til, við Íslendingar eigum að þekkja til elstu lýðræðisstofnun sem til er, því þó svo að lýðræðið var ekki þá,  eins og við eigum að þekkja það í dag, þá var það meira lýðræði hér en fyrir þektist á bygðubóli í öllum heiminum, og enn erum við íslendingar að stefna á að vera ein af mestu lýðræðis þjóðum í heimi (þá því er engin vafi) en við verðum að fara varlega með æýðræðið okkar, því að þó svo okkur finnist það vera sjálfsækt þá þikkir það ekki eins sjálfsækt í öllum löndum heimsins.  Látum því umræður um hækkun á ýmsum virðisaukaskatti ekki hlaupa með okkur á villi götur, notum lýðræðið rétt.


Nokkuð sem við skulum vera vakandi fyrir í framtíðinni

Mig langar nú aðeins til að ræða um tölvu mál í þessari grein.  það getur verið svo að  ekkert eins leiðinlegt og einmitt  tölvur og vírusar.  En það er hér sterk ástæða fyrir því að ég er að fara skrifa  um tölvur og vírusa,  ástæðan er sú að ég hafði einmitt keypt mér sterka vírusvörn fyrir nokkrum vikum, kona mín fékk sér sömu vörn í sína tölvu. við keyptum  þessa vörn í gegnum netið saman í sitthvora tölvuna, kannski er það ekki frásögu færandi nema ég hef aldrei á ævinni haft eins sterka vírusvörn í mínum tölvum, vírusarnir hrannast upp, en ekkert mál er fyrir tölvuna mína að hrækja þeim út eins og hverju öðru sorpi.  Það sem gerir þetta mál sérstakt er að nú er kannski komnir svo sterkar varnir að tölvuþrjótar komast ekki inn í tölvurnar okkar.  Ástæðan er sú  fyrir Því að ég er að velta þessu fyrir mér er að ég heyrði sögu um daginn,  sem kom mér nokkuð á óvart, en svo hugsaði ég um sterku vírusvörnina sem ég og kona mín höfðum fjárfest í, þá velti ég því fyrir mér hvort þessi saga sem nú kemur, tengist nýum vírusvörnum, eða er þetta ranghugmynd í mér?  Á  þetta við rök að styðjast? 

það er ein kona sem ég veit nokkurn veiginn hver er,  hún vinnur hjá  fyritæki sem sérhæfir sig í að veita fólki nettengingu, bæði fyrir heimili og fyrirtæki.  þessi kona veit annsi  mikið um tölvur allmennt og  hefur hún lokið mörgum  námskeiðum og eitthvað hefur agademiska tölvuþekkingu og ekki má gleyma þeirri miklu reynslu í tölvumálum allmennt sem fólk hlýtur með því að vinna fyrir netfyrirtæki.

Dag einn  fær umrædd konan símhringingu frá frá manni sem segist vera að hringja frá höfuðstöðvum Microsoft, og þar er henni tjáð að hún hafi mjög skæðan vírus í tölvunni sinni og að hún verði að opna tölvuna sína og fara alveg eftir leiðbeiningum hans í gegnum heimasímann.

þetta þótti konunni bæði  einkennilegt og skrítið, að þeir hjá Microsoft áttu að hafa séð vírusinn hjá sér úr hennar persónulegu tölvu? sem reyndar var skráð á fyrirtækið sem hún vinnur hjá.  Skiptir engu, nema að konan komst svo að því að þetta var harkari sem með þessum hætti reyndir að komast inn í persónu tölvur fólks. Hann sagðist hafa verið að hringja frá UK. en í raun hringdi maðurinn frá Danmörk. þegar hún sagði honum að hún vissi hvað hann væri að gera og hver ástæða símtalsins var af hans hálfu í raun og veru,  skelti hann á.

þá velti ég því fyrir mér hvor vírusvarnirnar eru svo sterkar að hakkararnir eru farnir að hringja í okkar til þess eins að komast inn í tölvurnar okkar og þá inn í bankareikningana okkar og inn í  allar persónu upplýsingar sem við geymum í tölvunum okkar.

kannski er þetta eitthvað sem við þurfum að vera vel vakandi yfir í framtíðinni, góðlegar og kurteisis símhringingar eru kannski þær sem við eigum að varast mest.


Rafbækur, spjaldtölvur og framtíðin

Í þessari fyrstu grein minni hér á Blogg.is vil ég tala um rafbækur og spjaldtölvur.

Svo einkennilega vill til að ég er einmitt að fara gefa út mína fyrstu bók á næstu mánuðum.

Eitthvað hef ég látið yfiðfara hana, og í augnablikinu er hún hjá prófarkalesara, nú þegar þessi orð eru skrifuð. 

Nú, þá  kemur upp spurning, hvar á ég að látta gefa verkið mitt út? Ég hef setið yfir skriftum i nokkur ár, því fyrst var þetta bara áhugamál, svo fór ég að hafa meira gaman, og svo leit ég á handritið sem eitt af mínum sköpunarverkum. Ég fékk konu mína til að lesa yfir handritið, ég fékk vini mína og einnig hefur faðir minn eitt eintak undir höndum. (og tel ég sjálfur engan hafa eins mikið vit á bókmenntum og hann) flestir töldu þetta vera skemmtileg saga, en sumir eru harðir og telja þetta enganvegin vera útgáfuhæft. Vinur er sá sem til vamms segir, og hvað geri ég þá?

 Ég fékk meira seiga synjun frá einu af virtu bókaforlaginum. En tek það fram að ég skil vel að útgefendur verða að hafa allan huga við það hversu gott hvert og eitt handrit getur orðið sem þeir fá í hendurnar, það er áættusamt að vinna sem bókaútgefanndi, hvað þá í svo litlu samfélagi eins og Íslandi?  Mergur málsins var sá að ég þurfti að vanda betur til íslensku gerðarinnar og einstakar stafsetningarvillur fundust víðast hvar. Ég spurði þá hvort ég mætti senda honum handritið aftur um leið og prófarkalesari minn væri búinn að yfirfara stikkið, og það er meira en sjálfsagt.

Þá er röðinni komið að því að spyrja sjálfan sig hvað sé í boði.

Nú í vetur hafði ég gefið tengdarmóður minn þessa s.k. rafbók í gjöf ásamt konu minn. blessuð konan er mikill lestrarhestur, því er bóklestur hennar líf og yndi, nú getur hún eignast fjölda allan af bókatitlum á einni rafbók og lesið þegar hana langar, og burðast með bókasafnbið sitt í handtöskunni sinn.

Mér skilst að yfir 1000 bókatitlar komast yfir á eina rafbók, maður getur því rétt ímyndað sér hvað það sé stórt bókasafn.

 En hvað mig varðar, þá gefst mér tækifæri til að gefa bókina mína út í rafrænu formi á emma.is. þetta er fyrsta skáldsagan sem ég gef út, og það mætti skilja þetta sem svo að nú væri komið einhverskonar uppgjör í mig. En það er nú ekki svo, því ég ætla ekki að henda frá mér handridi í ruslið eða stinga því ofan í skúfu, svo munu afkomendur mínir finna það eitthverntíman eftir mína daga. Ég er viss um að þessi skáldsaga eigi erindi til allra sem hafa gaman af góðum skáldsögum, þó ég segi frá sjálfur.

Ég hef það frá örum en sjálfum mér.

En þegar ég tala hér er um rafbækurnar og spjaldtölvurnar, þá hugsa sumir sem svo að þessi sem hér skrifar vilji útiloka innbundnarbækur og helst að pappír muni heyra sögunnitil.

það er alls ekki svo, því meira en nokkru sinni fyrr þurfum við á pappírnum að halda, pappírinn hefur þjónað okkur (mannkyninu) göfurlega í mörgþúsundir ára og því á hann sem slíkur virðingu skilið. þar sem ég mun (eflaust) koma bókinni minni út í rafrænuformi, þá mun ég líka  láta prenta út nokkur eintök af bókinni minni, til að eiga og til að gefa vinum og vandamönnum.

Ég vil líka seiga að þetta yrði gott fyrir bókaútgefendur til að geta þá loksins gefið út ódýrir bækur og þá í leiðinni stækað bókamarkaðinn, ég vil að það komi fleiri bókaútgefendur eins og emma.is og bækur verða settar í rafrænt form og hver og einn bóka unnandi getur þá burðað með bókasafnið sitt hvert sem er.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband